Við erum fjölskyldufyrirtæki á norðanverðu Snæfellsnesi. Ættin okkar hefur verið tengd hákarlsverkun í fjögur hundruð ár. Í dag erum við fjölskyldan enn að verka hákarl ásamt því að taka á móti gestum á safnið okkar allt árið í kring. Í áratugi höfum við verið brautryðjendur í íslenskri ferðaþjónustu. Nýlega opnuðum við veitingarstað við hliðina á safninu með frábært útsýni og góðan mat úr héraðinu.